Á seinustu árum hefur meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekað stigið fram í vörn fyrir Vestmannaeyjar þegar stjórnarflokkarnir hafa lagt fram illa ígrundaða og skaðlega stefnu í sjávarútvegsmálum. Allar eiga þær hugmyndir það sameiginlegt að auka skattheimtu á landsbyggðina og greiða leið eignaupptöku í sjávarútvegi. Illu heilli veikja þær landsbyggðina í stað þess að styrkja hana.