Í dag hefur verið snælduvitlaust veður í Vestmannaeyjum og lausir hlutir hafa fokið víða um bæinn. Í raun og veru er ekkert ferðaveður eins og er, enda er meðalvindhraði á Stórhöfða 32 metrar á sekúndu en fer í 42 metra í verstu hviðunum. Vindmælir í Vestmannaeyjabæ virðist eitthvað bilaður enda sýnir hann aðeins 8 metra meðalvindhraða sem stenst varla. Í hviðum sýnir hann hins vegar 37 metra á sekúndu, sem er nærri lagi.