Nú rétt í þessu var að berast tilkynning þess efnis að þakplötur væru að fjúka af húsnæði Skipalyftunnar inn á Eiði. Lögreglan óskaði verið eftir aðstoð Björgunarfélags Vestmannaeyja en Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari er á staðnum. Hann sagði í stuttu símasamtali að tjónið virðist ekki vera mikið en illa hefði getað farið, ef ekki hefði verið gripið inn í strax.