Viðgerðarmenn frá Landsneti eru á leið til Vestmannaeyja til að skoða annan tveggja sæstrengja eftir bilun sem varð í morgun. Rafmagnslaust var í Eyjum í um tuttugu mínútur á ellefta tímanum. Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum í Eyjum, segir ekki ljóst hvað olli bilun sem varð til þess að rafmagn fór af öðrum strengnum sem liggur milli lands og eyja.