Búið er að staðsetja bilunina í öðrum af tveimur rafstrengjum sem sjá Eyjamönnum fyrir raforku. Strengurinn bilaði í gær en óttast var að bilunin væri í sjó, þannig að viðgerð yrði erfið. Nú er hins vegar komið í ljós að bilunin er 2-300 metra frá sjávarmáli, inn í landi, þannig að viðgerð verður mun auðveldari en ef bilunin hefði verið í sjó. Þetta staðfesti Guðlaugur Sigurgeirsson hjá Landsneti rétt í þessu.