Enn hefur ekki tekist að mæla annan af tveimur rafstrengjum sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja. Til stóð að mæla strenginn eftir að bilun kom upp í gær, sem varð til þess að rafmagnslaust var í um 20 mínútur í gærkvöldi. Hins vegar er svo slæmt veður í Rimakoti í Landeyjum, þar sem hinn endi strengsins er, að starfsmenn Landsnets hafa ekki enn getað athafnað sig þar til að mæla strenginn.