Rétt fyrir klukkan hálf sjö í morgun var allt tiltækt slökkvilið í Vestmannaeyjum kallað út vegna bruna í íbúð við Vestmannabraut 37. Íbúðin er á efri hæð hússins en á neðri hæð er verslun. Þegar að var komið tók mikill reykur á móti lögreglu- og slökkviliðsmönnum en eldurinn var ekki mikill. Enginn var í íbúðinni, sem er mjög illa farin vegna reyk- og hitaskemmda, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.