Á föstudaginn kemur hefst miðasala á Rokktónleika í Hörpu, sem kallast SkonRokk. Eyjamennirnir Birgir Nielsen og Bjarni Ólafur stóðu fyrir mögnuðum rokktónleikum í Höllinni, föstudaginn fyrir Sjómanndag í sumar, sem þóttu takast frábærlega vel. Margir vildu meina að tónleikarnir væru þeir bestu sem fram hefðu farið í Höllinni frá upphafi. Tónleikarnir verða svo í Silfurbergi í Hörpu laugardaginn 17. nóvember klukkan 20:00.