Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gærdag, las Páll Scheving Ingvarsson erindi frá Guðlaugi Friðþórssyni þar sem fram kom að Guðlaugur hyggst láta af störfum sem bæjarfulltrúi V listans. Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir kemur inn í bæjarstjórn í hans stað og Kristín Jóhannsdóttir sem varamaður.