Nýkrýndi Íslandsmeistarar FH koma í heimsókn til Eyja í dag og mæta heimamönnum í ÍBV klukkan 16:00 í síðasta heimaleik sumarsins. Aðeins eru tvær umferðir eftir en með sigri tryggir ÍBV sér sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar að ári. Það verður þó við rammann reip að draga, því þrátt fyrir að vera búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, þá unnu FH-ingar ÍA í síðasta leik í hörkuviðureign þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.