Skipstjóri á Herjólfi segir aðstæður við Landeyjahöfn hafa versnað í haust. Kröftugar öldur færi skipið stundum hættulega nærri varnargörðum, eða sem nemi 5-10 metrum. Nauðsynlegt sé að verja hafnarmynnið til að koma í veg fyrir að skipið verði stjórnlaust þar.