Herjólfur verður bundinn við bryggju á morgun, þriðjudag, og siglir því ekkert þann daginn. Fara á í ýmislegt viðhald á skipinu sem ekki hefur unnist tími til þegar siglt er fjórum sinnum á dag. Auk þess á að skipta um tjakk á landgöngubúnni í Eyjum. Reiknað er með að þessum verkefnum verði lokið á morgun.