Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í vikunni sem leið án þess þó að einhver alvarleg mál hafi komið upp. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og þurfti lögreglan lítil afskipti að hafa af skemmtistöðum bæjarins. Á laugardaginn fór fram flugslysaæfing á flugvellinum og tók lögreglan m.a. þátt í æfingunni sem þótti takast með ágætum.