Vestmannaeyingar þekkja flestir sög­una á bakvið tilurð Forvarna­hóps ÍBV og þennan leiðinlega, ljóta, bleika fíl sem við báðum um hjálp við að moka út. Þurfum ekki að fara nánar út í það. Ætlunin núna aftur á móti var að þakka fyrir. Fyrirtækin og samtökin sem stóðu á bak við átakið: Vestmannaeyjabær, Ölgerðin, N1, Íslandsbanki, Kaka­dú, Herjólfur, Prentsmiðjan Eyrún, 900 Grillhús, Einsi kaldi, Vina­minni, Sparisjóður Vestmannaeyja, Café Varmó, Klettur, Skýlið, Flug­félagið Ernir, Godthaab, Volare, Gistiheimilið Hamar, Nuddstofa Sonju Ruiz og ÍBV gáfu myndarlega til verkefnisins eða auglýstu það á sínum vinnustað og fá þau þakkir fyrir, án þeirra hefði þetta átak aldrei geta orðið svona áberandi.