Flugfélagið Air-Arctic sem einnig kallast Eyjaflug hefur tekið til starfa og býður m.a. upp á flug frá Bakka til Vestmannaeyja. „Við erum tveir sem keyptum flugvélarnar TF-VEV, TF-VEY og TF-VEL,“ segja eigendurnir, Bergur Axelsson flugmaður og Einar Aðalsteinsson flugvirki.