Kvennalið ÍBV í handbolta tapaði í dag fyrir Fram með sex mörkum, 21:27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10:15 Fram í vil. Reyndar var staðan 21:26 þegar leiktíminn var úti en Birna Berg Haraldsdóttir, sem lék með knattspyrnuliði ÍBV síðasta sumar, skoraði síðasta mark leiksins úr aukakasti þegar leiktíminn var úti. ÍBV hefur því unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað einum í upphafi móts.