Karlalið ÍBV í handbolta nýtti hádegisæfinguna í dag vel í þágu bæjarfélagsins en í stað þess að vera inn í íþróttahúsinu og æfa leikkerfi, skokkuðu strákarnir niður að Klifi og týndu rusl. Eftir nokkra rokdaga í haust hefur talsvert að rusli safnast fyrir á svæðinu en strákarnir sáu til þess að náttúra Eyjanna skartar sínu fegursta.