Á dögunum var útrásarlögn frá­veitu­kerfis Vestmannaeyjabæjar, sem unnið hefur verið að í sumar, komið fyrir út frá Eiði. Lögnin nær rúma 200 metra út frá landi og ligg­ur niður á um 11 metra dýpi. Ólafur Þór Snorrason,fram­kvæmda­stjóri Umhverfis- og framkvæmda­sviðs segir að verkið hafi gengið mjög vel.