Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen, sem hefur leikið með ÍBV síðustu tvö ár, verður til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sandnes Ulf, að því er fram kemur hjá vefnum 433.is. Christiansen verður þar til reynslu í tvo daga en þrír Íslendingar eru hjá félaginu, þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson, Arnór Yngvi Traustason og Óskar Örn Hauksson.