„Ég held að þetta hafi byrjað sem sár en hún þarf að fara að láta rannsaka þetta betur í höfuðborginni Harare. Og það getur hún ekki því það kostar mikinn pening og ef þú átt ekki pening þá færðu enga þjónustu þarna úti,“ segir Bergrún Finnsdóttir sem ásamt vinkonu sinni Vigdísi Láru Ómarsdóttur hefur hafið söfnun fyrir 8 ára dóttur vinkonu þeirra úti í Simbabve.