Á næsta ári eru 40 ár liðin frá eldgosinu í Heimaey og verður tímamótanna minnst með ýmsu móti. Goslokanefnd hefur hafið störf og er stefnt á glæsilega hátíð í Eyjum. En auk hátíðahalda í Eyjum, er ráðgert að halda tónleika í Hörpu 26. janúar næstkomandi. Aðilar í ferðaþjónstunni ætlar að funda í kvöld en hugmyndin er að halda sýningu samhliða tónleikunum í Hörpu þar sem gossins, og jafnvel Surtseyjargossins verður minnst og fyrirtæki í Eyjum kynni sína þjónustu, en á næsta ári eru 50 ár liðin frá Surtseyjargosinu. Í kvöld, klukkan 18:30 verður fundur um málið í Hallarlundi.