Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi, gefur kost á sér í 3.sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fer 16.-17. nóvember nk. Arna Ír er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Sveitarfélaginu Árborg og situr þar m.a. í fræðslunefnd auk þess að hafa gengt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna.