Moren.
Jæja nú er gaman í Verstöðinni. Vikan er búin að vera fín til sjós og lands. Gott veður og sæmilegt fiskirí. Í gær lönduðu Vestmannaey og Bergey sitt hvorum 50 tonnunum. Bergur landaði 70 tonnum og Þorsteinn var með rúm 100 tonn. Þórunn með fullfermi 110 tonn. Gullberg var í vikunni með sín 90 tonn sem og Suðurey. Kap er farin til síldveiða í Breiðafjörðinn og Álsey og Heimaey eru að gera klárt fyrir heimasíldina. Dala-Rafn er með bilaðan gír. Frár landaði í morgun 50 tonnum. Veit ekki með humarpungana Drangavík og Brynjólf.