ÍBV og FH höfðu sætaskipti í N1 deildinni í kvöld en ÍBV vann glæsilegan sigur á Hafnfirðingum. Lokatölur urðu 27:18 og fer ÍBV því upp í þriðja sæti deildarinnar en FH niður í það fjórða. Florentina Stanciu, markvörður ÍBV fór enn á ný á kostum í marki ÍBV en hún varði alls 23 skot, þar af eitt víti. Eyjaliðið lék reyndar afskaplega vel í seinni hálfleik enda skoraði FH aðeins fjögur mörk á síðustu 30 mínútum leiksins.