„Í framhaldi af niðurstöðu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá lýsir bæjarstjórn Vestmannaeyja áhyggjum sínum af þeim óskýru og óljósu tillögum sem þar er að finna og þá sérstaklega þeim er tengjast rekstri Vestmannaeyjabæjar og fjárhagslegum skuldbindingum þar að lútandi.“ Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem var samþykkt með atkvæðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans, sem eru í minnihluta, sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.