Frá og með 1 nóvember breytist fyrirkomulag varðandi afgreiðslu á rannsóknarstofu. Breyting verður á skráningu og greiðslufyrirkomulagi þannig að einstaklingar sem vísað er í blóðprufu mæta og skrá sig í afgreiðslu , greiða fyrir rannsókn og setjast í biðstofu þar til á þá er kallað. Hægt er að panta tíma við komu á heilsugæslu eða með því að hringja í afgreiðslu, sími 4811955. Jafnframt er hætt með númerakerfi á rannsóknarstofu.