Eins og áður hefur komið fram, varð knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson næst markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar í ár. Gunnar skoraði 17 mörk, einu marki meira en þegar hann varð markakóngur deildarinnar fyrir sjö árum síðan. Hér að neðan er hægt að sjá myndband með öllum 17 mörkum Gunnars en myndbandið endar svo með glæsimarki sem hann skoraði fyrir sjö árum fyrir Halmstad.