Deila sjómanna og útgerðar er flókin og gæti orðið erfið úrlausn­ar. Hugsanlegt verkbann LÍÚ fer illa í sjómenn sem segja að það hafi komið flatt upp á þá. Stóru málin eru þátttaka sjómanna í olíu­kaupum, sjómannaafsláttur og krafa um að þeir taki á sig launa­lækkun m.a. vegna hærra veiði­gjalds. Það er líka tekist á um tryggingagjald og orlof en stærsta málið er þó krafa útgerðar um að sjómenn taki á sig 15% lækkun launa sem þeir hafna alfarið. ­