Í fyrra var þess minnst með afar myndarlegum hætti að 100 ár voru liðin frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar, tónskálds. ­Haldnir voru tónleikar, bæði hér í Eyjum og annars staðar þar sem lög Oddgeirs fengu að hljóma. Nú stendur til að halda svo­kallaðan Oddgeirsdag árlega en Kári Bjarnason, frá Safnahúsi og þeir Jarl Sigurgeirsson og Stefán Sigurjónsson, frá Tónlistar­skól­anum eru hugmyndasmiðirnir á bak við daginn og komu við á ritstjórn Eyjafrétta til að kynna verkefnið.