Kæru Eyjamenn. Senn líður að flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, en það fer fram ­dagana 16. og 17. nóvember nk. Í flokksvalinu þurfa flokksfélagar og stuðningsmenn Samfylkingarinnar að kjósa minnst fjóra frambjóð­endur. En í öllu flokksvali og prófkjörum eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Ég gef kost á mér í 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Það skiptir máli að á Alþingi Íslendinga sé fulltrúi Vestmannaeyja og einnig fulltrúi unga fólksins í landinu.