Sl. fimmtu­dag fór ég og sá mynd Balt­­asars Kormáks, Djúpið, sem byggð er á hinu hörmulega sjóslysi sem hér varð 1984. Myndin var stórmögnuð í alla staði en eitt sló mig sem fyrr­verandi meðhjálpara ­Landakirkju til 18 ára. Það var atriðið í minningar­athöfninni um þá sem fórust, þar var myndin frekar brotin og það ­truflaði mig. Ég ­kannaðist ekki við innvols kirkj­unnar sem notuð var en að athöfn lokinni, gengu allir út úr Landa­kirkju og sást kirkjan mín mjög vel í mynd.