Kári Kristján Kristjánsson átti ótrúlegan leik þegar að Wetzlar vann frábæran útivallarsigur á sterku liði Füchse Berlin, 28-27, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kári Kristján skoraði fjögur síðustu mörk Wetzlar, þar af sigurmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Alls skoraði hann sjö mörk í leiknum.