Vegna óhappsins, sem varð í innsiglingu til Landeyjahafnar í hádeginu mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar í dag kl. 16:00 og aftur þaðan 20:30 (mæting kl. 20:00) Gert er ráð fyrir siglingum til Þorlákshafnar á morgun sunnudag en eftir það fer Herjólfur í viðgerð þar sem skemmdin á annarri skrúfunni verður löguð.