Á fundi kjördæmisráðs Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í dag var samþykktur framboðslisti til Alþingiskosninganna 27. apríl nk. Listinn var samþykktur samhljóða. Listinn er þannig skipaður:
1. sæti Arndís Soffía Sigurðardóttir, Lögfr.og varaþingm., Fljótshlíð
2. sæti Inga Sigrún Atladóttir, Guðfræðingur og bæjarfulltrúi, Vogum
3. sæti Þórbergur Torfason, Fiskeldisfræðingur, Höfn
4. sæti Einar Bergmundur Arnbjörnsson, Tækniþróunarstjóri, Ölfusi
5. sæti Jórunn Einarsdóttir, Grunnskólakennari, Vestmannaeyjum