Eins og fram hefur komið, mun Breiðafjarðarferjan Baldur leysa Herjólf af hólmi eftir að skrúfa Herjólfs skemmdist síðastliðinn laugardag. Herjólfur er nú á leið í þurrkví í Hafnarfirði þar sem freista á að laga skrúfuna en skipin tvö eru um það bil að mætast við Grindavík í þessum skrifuðu orðum.