Nokkuð hefur verið um óhöpp og slys á Suðurlandsvegi frá Landeyjahöfn að Selfossi og hafa nokkrir Eyjamenn verið meðal þeirra sem lent hafa í vandræðum. Ástæðan er mikil hálka á vegum í haust og aukin umferð úr Landeyjahöfn. Hefur Herj­ólfur, og nú Baldur, siglt nánast upp á hvern einasta dag í allt haust og farþegar og bílar hafa aldrei verið fleiri.