Hver er þín afstaða til virkjana? Var ein af þeim spurningum sem ég fékk á ferð minni um Suðurlandi nýlega. Spurningin kom frá bóndakonu í Álftaveri. Ég svaraði því til að ég væri hlynnt virkjanaframkvæmdum en að sjálfsögðu yrðu þær að vera gerðar á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Konan var sátt við svarið og bætti við: ´“Ég er ánægð að heyra þetta. Virkjun fyrir okkur myndi breyta öllu. Hér er þetta spurning um að sveitin lifi af eða ekki“. Talið barst að Rammaáætlun og fólkið á bænum var mjög ósátt við þá meðferð sem hún hefur fengið hjá núverandi ríkisstjórn.