Rétt rúmlega fimm í gær var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað að Kleifarbryggju þar sem uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar, Kap VE lá við bryggju. Eldur hafði komið upp á dekki skipsins en þar hafði gasleiðsla farið í sundur. Vel gekk hins vegar að ráða niðurlögum eldsins en eins og tíðindamaður Eyjafrétta komst að orði, þá voru skemmdir eru þær helstar sót og sviðin málning og nokkrir sjokkeraðir iðnaðarmenn.