Á morgun, föstudaginn 28. desember verður haldið hið árlega flugeldabingó handknattleiksdeildarinnar en bingóið hefst klukkan 20:12 í Höllinni. Spilaðar verða 10 umferðir og vinningarnir verða glæsilegri en nokkru sinni áður. Hinn frábæri bingóstjóri undanfarinna ára, Daði Pálsson verður við stjórnvölinn en verður með nýliða sér við hlið, þar sem Magnús Bragason, aðstoðarbingóstjóri, er ekki á landinu.