Að kvöldi 4. janúar síðastliðinn var lögreglu tilkynnt um að neyðarblysi hafi verið skotið að Hilmisgötu 4 og hafi blysið valdið skemmdum á klæðningu hússins. Mikil mildi er að skotið hafi ekki lent í glugga hússins, því líklegt má telja að það hefði brotið rúðu í glugganum. Litlar skemmdir urðu sökum elds en gat er á klæðningunni eftir atvikið. Daginn áður var lögreglu tilkynnt um veggjakrot á sama húsnæði en í hvorugu atvikinu er vitað hver var að verki. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglu, sem má lesa í heild sinni hér að neðan.