Meistaraflokkur karla í ævintýraferð!

Meistaraflokkur karla í handbolt og 2. flokkur eru á leið í sannkallaða draumaferð handboltamannsins. Stefnan hefur verið tekin til Sevilla á Spáni þar sem liðin munu æfa og spila tvo æfingaleiki við spænsk lið. Samhliða því, munu strákarnir svo hvetja íslenska landsliðið sem tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í sömu borg. (meira…)
Forgangsröðum rétt

Síðastliðin tæp fjögur ár höfum við fengið að upplifa af eigin raun hversu mikilvægt er að hafa forystufólk í landinu sem skilur mikilvægi einstaklings- og atvinnufrelsis. Núverandi ríkisstjórn setti sér háleit markmið frá fyrsta degi, er hún tók við völdum. Sum voru góð og atvinnulífi og heimilum til hagsbóta, en önnur voru þess eðlis að […]
Jarðvegsframkvæmdir Eldheima allverulega fram úr áætlun

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja voru teknar fyrir fundargerðir vegna framkvæmda við Eldheima, eða Pompei norðursins eins og svæðið er alla jafna kallað. Til stendur að reisa þar glæsilegt safnhús, þar sem byggt er yfir eitt af þeim húsum sem grófust undir vikur í hlíðum Eldfells. Í fundargerðinni segir að jarðvegsvinna hafi farið allverulega […]
Djúpið ekki tilnefnd til �?skarsverðlauna

Kvikmyndin Djúpið, sem er byggð á Helliseyjarslysinu 1984, er ekki ein fimm erlendra kvikmynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna. Fjölmargir höfðu spáð því að kvikmyndin yrði tilnefnd en hún var ein af níu myndum sem komu til greina. Baltasar Kormákur leikstýrði myndinni en í henni koma fjölmargir Eyjamenn við sögu. (meira…)
Tvö aukaflug á morgun föstudag

Flugfélagið Ernir hefur sett upp tvö aukaflug til Eyja á morgun föstudag. Fyrra aukaflugið er frá Reykjavík 14:15 og frá Eyjum 15:00. Seinna flugið er 20:15 frá Reykjavík og 21:00 frá Eyjum. Einnig hefur verið bætt við framboð nettilboða til og frá Eyjum á morgun. (meira…)
Handboltinn í beinni í Hallarlundi

Nú styttist í að Heimsmeistaramótið í handbolta hefjist en íslenska karlalandsliðið tekur þátt í mótinu, eins og vanalega þegar stórmót í handbolta eru annars vegar. Fyrsti leikur liðsins er á laugardaginn gegn Rússum og hefst leikurinn klukkan 17:00 en Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er á sínum stað í leikmannahópnum. Allir leikir íslenska liðsins verða sýndir […]
Feðgar vilja byggja tíu hótel

Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður og faðir hans Hreiðar Hermannsson trúa á áframhaldandi vöxt í ferðaiðnaði og hyggjast reisa tíu hótel með samtals 1.001 herbergi. Áætlaður kostnaður er sex milljarðar króna. (meira…)
Enginn fróðari um veður og veðurfar í Eyjum

Óskar Jakob Sigurðsson, sem líklega er betur þekktur sem „Óskar í Höfðanum“, fæddist í Stórhöfða 19. nóvember 1937. Sonur hjónanna Bjargar Sveinsdóttur og Sigurðar Jónatanssonar, veður- athuganamanns og vitavarðar þar. Jónatan, afi Óskars, var einnig vitavörður í Stórhöfða og tók við því starfi árið 1910. Vitavararstarfið í Stórhöfða hefur því gengið í erfiðir í beinan […]