Óskar Jakob Sigurðsson, sem líklega er betur þekktur sem „Óskar í Höfðanum“, fæddist í Stórhöfða 19. nóvember 1937. Sonur hjón­anna Bjargar Sveinsdóttur og Sigurðar Jónatans­sonar, veður­­-
athug­­ana­­­manns og vita­varðar þar. Jónatan, afi Óskars, var einnig vita­vörður í Stórhöfða og tók við því starfi árið 1910. Vitavarar­starfið í Stórhöfða hefur því gengið í erfiðir í beinan karllegg í rúma öld og fjórir ættliðir hafa gegnt því. Óskar tók við starfinu árið 1965, lét af því árið 2008 og þá tók einmitt fjórði ættliðurinn við keflinu, Pálmi, sonur Óskars.