Það stendur mikið til á 40 ára afmæli Heimaeyjargossins. Fjölbreytt dagskrá verður í Eyjum af þessu tilefni sem sagt verður frá síðar. Þá verða tónleikar í Hörpu sem Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún kona hans standa fyrir. Nefnast þeir Yndislega eyjan mín – fjörtíu árum síðar. Hið þekkta lag Gylfa Ægissonar, Minning um mann, verður þar m.a. flutt í nýrri útsetningu Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Á myndabandi sem hér fylgir og unnið er af Sigva margmiðlun, má sjá og heyra þessa nýju útsetningu.