Ísland er nú í aðildarferli að ESB vegna umsóknar Samfylkingar og VG. Í vor verður kosið til Alþingis. Í þeirri kosningabaráttu munu Evrópumálin og afstaða flokkanna og frambjóðenda til aðildarumsóknarinnar verða í brennidepli. Ég er algerlega sannfærð um að hagsmunum Íslands er betur borgið utan sambandsins en innan og vil halda áfram að vinna að því markmiði að tryggja áfram sterkt Ísland utan ESB.