Í kvöld kl. 20.30 verður hin árlega Íþróttahátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja haldin í Íþróttamiðstöðinni. Þar verður íþróttafólk ársins 2012 heiðrað. Hvert aðildafélaga bandalagsins tilnefnir sinn íþróttamann. Þá verður heiðraður einhver sá félagi í íþróttahreyfingunni í Eyjum, sem lengi hefur starfað innan hennar. Valinn verður Íþróttamaður æskunnar. Hápunkturinn verður verður þegar tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Vestmannaeyja árið 2012.