Það er farið að birta að degi og ég tók eftir því í gær að það var bjart alveg fram undir sex um kvöldið. Einnig hef ég tekið eftir því að undanförnu á sjónum, í þessu hlýindaskeiði, að svartfuglinn er mættur á hafið við Eyjar, svo vorið er ekki svo langt undan.