Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta, sem kemur út síðdegis í dag, er stór hluta blaðsins helgaður Heimaeyjargosinu fyrir 40 árum síðan. Meðal annars er birtur kafli úr bók Sigga á Háeyri, Sigurðar Guðmundssonar, Undir hraun en auk þess rifja þau Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Leifur Gunnarsson, Þyrí Ólafsdóttir og Heiðar Egilsson upp gosnóttina fyrir 40 árum síðan.