Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson fór mikinn með íslenska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu á Spáni. Kári Kristján nýtti tækifærið vel þegar línumaður liðsins undanfarin ár, Róbert Gunnarsson meiddist og skilaði sínu hlutverki inni á vellinum með mikilli prýði. En það var ekki bara innanvallar sem Kári Kristján vakti athygli því Orri Páll Ormarsson, blaðamaður Morgunblaðsins setur þá kröfu að Eyjamaðurinn verði skipaður talsmaður íslenska liðsins eftir að hafa heyrt viðtal við kappann.