Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðið Sarpsborg 08. Þórarinn hefur verið lykilmaður í liði ÍBV en sóttist eftir því að komast í atvinnumennsku. Hann gerði nýjan samning við ÍBV og er því lánaður til norska liðsins, sem hefur forkaupsrétt á honum eftir tímabilið.