Umferðaróhapp varð á horni Illugagötu og Kirkjuvegar nú uppúr klukkan eitt í dag. Eldri kona fipaðist við aksturinn og ók í gegnum steyptan garðvegg að Illugagötu 43 og endaði inn í garði. Bifreiðin staðnæmdist rétt tæpan metra frá horni hússins.